fbpx

Gluggaþvotta-vélmenni – HOBOT 298

Hobot 298 er enn ein snilldin í gerð heimilistækja nútímans. Það er gluggaþvotta-vélmenni sem er hannað í þeim tilgangi að létta þér streðið við að þrífa stóra glugga með höndunum. Það notar öflugan sogkraft til að halda sér límdu við gluggann.

Gluggaþvottar-vélmennið er búið snjallri gervigreind, sérhæfðri fyrir hreinsun á sléttum fleti og með hreinsihraða upp á 2,4 mínútur á fermetra. Það þrífur gluggana þína skínandi hreina fljótt og vel.

Eftir að hafa hreinsað heila rúðu að fullu stöðvast gluggaþvotta-vélmennið sjálfkrafa. Það er búið öflugri miðflóttaviftu sem heldur þrýstingnum vel ef smá leki kemur upp. Þessi nýja tækni gerir þetta vélmenni að fullkomnum félaga til að takast á við fjölbreytt yfirborð, því það hreinsar gler af mismunandi þykkt, flísar, spegla, tréhurðir, ryðfrítt stál og marmarafleti.

%d bloggers like this: